VERKTAKARÉTTUR OG ÚTBOÐ

Lögmenn Höfðabakka búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á bygginga- og mannvirkjalöggjöfinni, verktakarétti, útboðsrétti og því sem tengist byggingu mannvirkja almennt. Í gegnum árin hafa lögmenn stofunnar viðað að sér þekkingu og aflað reynslu með því að bjóða upp á þjónustu við verktaka og sambærilega aðila, sem starfa við byggingu mannvirkja, kaup á fasteignum, fasteignaþróunarverkefni, sölu fasteigna og útleigu. Við veitum ráðgjöf og aðstoðum verktaka, fasteignafélög, fjárfestingafélög, fasteignaþróunarfélög og aðra sem starfa á þessu sviði, með ýmis konar mál. Sem dæmi má nefna samningagerð, áreiðanleikakannanir, skattamál og skipulagsmál, tilboðsgerð og kærumál. Við höfum aðstoðað ýmsa aðila á sviði byggingariðnaðar, m.a. við lausn deilumála sem kunna að rísa vegna verksamninga, svo sem milli verkkaupa og verktaka.

Við höfum aðstoðað verktaka og aðra við tilboðsgerð vegna opinberra útboða, sem og við lausn deilumála sem kunna að rísa í kjölfar slíkra útboða. Slík aðstoð hefur m.a. verið fólgin í kærum til kærunefndar úboðsmála og rekstri dómsmála, s.s. vegna útboðsmála eða skaðabótamála vegna athafna opinberra aðila í tengslum við opinber útboð eða í kjölfar þeirra.