STJÓRNSÝSLA, SAMSKIPTI VIÐ OPINBERA AÐILA

Lögmenn Höfðabakka veita þjónustu á sviði stjórnsýsluréttar, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, sem og stjórnvöldum sjálfum. Regluverk stjórnsýsluréttarins verður sífellt viðameira og flóknara. Þótt einstaklingar og lögaðilar séu meðvitaðri um réttindi sín en áður, getur engu að síður oft verið ráðlegt eða nauðsynlegt að leita aðstoðar sérfræðinga, þegar reynir á réttindi einstaklinga og lögaðila í samskiptum þeirra við opinbera aðila.

Lögmenn Höfðabakka hafa þekkingu á öllu regluverki stjórnsýsluréttarins, hvort sem um er að ræða ráðgjöf eða rekstur ágreiningsmála fyrir stjórnvöldum og/eða dómstólum. Sem dæmi um slíkan ágreining má nefna ákvarðanir opinberra aðila um leyfisveitingar, s.s. byggingarleyfi, skemmtanaleyfi o.fl., auk ýmissa réttinda sem hið opinbera veitir eða getur tekið ákvörðun um að afturkalla. Ennfremur höfum við gætt hagsmuna einstaklinga og fyrirtækja með kvörtunum til umboðsmanns Alþingis.

Við höfum einnig aðstoðað stjórnvöld við meðferð stjórnsýslumála og veitt þeim leiðbeiningar og ráðgjöf við töku stjórnvaldsákvarðana og annarra stjórnvaldsathafna, svo og við samningu reglna og reglugerða.