ÞÓRÐUR BOGASON HRL.


Thordur

 

MENNTUN

Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1983.

Cand. jur. frá Háskóla Íslands 24. júní 1989.

Hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 2. maí 1996.

Hlaut réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti 4. desember 2007.


STARFSFERILL

Lögfræðingur í lána- og innheimtudeild Tryggingastofnunar ríkisins 1989. Nefndaritari og alþjóðaritari í nefndadeild Alþingis 1989-92. Störf hjá EFTA í Brussel (ritari þingmannanefnda EFTA og EES) 1992-95. Deildarstjóri nefndadeildar Alþingis 1995-96. Forstöðumaður nefndasviðs Alþingis 1996-2000. Í störfum sínum hjá Alþingi hefur Þórður unnið með öllum fastanefndum og flestum alþjóðanefndum þingsins, veitt þingmönnum aðstoð við gerð þingmála og forsætisnefnd og yfirstjórn Alþingis lögfræðilega ráðgjöf. Þórður var ritari utanríkismálanefndar 1995-99. Gekk til liðs við Hrein Loftsson hrl. um rekstur lögmannsstofunnar Lögmenn Höfðabakka 9 í mars 2000. Önnur störf og nefndir: Nefnd sem samdi íslenskan staðal, ÍST 35, samningsskilmála um hönnun og ráðgjöf, 1989-1992. Nefnd um lagagögn á vefnum 1998-2000. Ritari landskjörstjórnar frá 1999 – 2004.


FÉLAGS- OG TRÚNAÐARSTÖF. KENNSLA

Ritari stjórnar Landssambands mennta- og fjölbrautaskólanema, LMF, 1980-1981. Ármaður skólafélags Menntaskólans við Sund 1982-1983. Formaður Orators, félags laganema, 1986-1987. Í stjórn Bókaútgáfu Orators frá stofnun 1987-1992 og fyrsti framkvæmdastjóri. Gjaldkeri 1987-1989 og formaður útgáfunnar 1989-1992. Ritstjóri Lögmannablaðsins frá 2002 – 2004. Í skólastjórn Menntaskólans við Sund síðan 2001.

Stundakennari í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands frá 1996. Hefur haldið nokkur námskeið um lagatækni og samningu lagafrumvarpa á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og Stjórnsýslufræðslunnar.


RITSTÖRF

Ritaði greinina “Althingi and EEA-Rules in the Making” í bókinni “Trying to Make Democracy Work, Nordic Parliaments and the European Union”, Stokkhólmi 1997 og greinina „og ég staðfest þau með samþykki mínu“ um túlkun 26. gr. stjórnarskrárinnar í afmælisriti til heiðurs Gunnari G. Schram, Reykjavík 2002.

 Netfang: thordur(at)justice.is