SKATTARÉTTUR

Skattamál eru orðin mjög flókin viðfangsefni í nútímasamfélagi. Við veitum ráðgjöf til bæði íslenskra og erlendra aðila um öll skattaleg atriði og hjálpum einstaklingum og fyrirtækjum að leysa hin flóknu álitamál sem geta risið á þessu sviði. Aðilar leita til okkar með ýmis mismunandi álitaefni um skattarétt. Hjá okkur fá aðilar m.a. ráðgjöf um það hvernig þeir geti sýnt skattalega fyrirhyggju og lágmarkað skattgreiðslur sínar innan marka gildandi laga og reglna. Það gildir bæði um einstaklinga og rekstur lögaðila. Sem dæmi um sérstaka skattalega aðstoð má nefna tilvik þegar selja þarf eignir, skattalega meðferð bótagreiðslna, skattaleg álitaefni við sameiningu eða skiptingu lögaðila o.fl.

Við aðstoðum fólk einnig við að kæra álagningu skattstjóra og við að fara með mál til yfirskattanefndar, ef skattyfirvöld hafa til dæmis endurákvarðað skatta á einstakling eða lögaðila. Við flytjum einnig mál fyrir dómstólum landsins, ef hnekkja þarf ákvörðunum skattyfirvalda fyrir dómi.

Ef leita þarf ráðgjafar vegna tekjuskatts, mála tengdum virðisaukaskatti, aðflutningsgjalda vegna innflutnings eða útflutnings eða annarra sambærilegra mála tengdum skattarétti, getum við áreiðanlega aðstoðað.