SAMKEPPNISRÉTTUR

Lögmenn okkar hafa langa reynslu af ráðgjöf í tengslum við íslenska samkeppnislöggjöf og þær reglur Evrópuréttarins sem hann byggir á. Ráðgjöf okkar miðast við að hámarka samkeppnisfærni viðskiptavina, jafnframt því að starfa innan þeirra laga og reglna sem gilda í samkeppnisrétti svo forðast megi samkeppnisréttarleg vandamál. Ráðgjöf okkar snýr m.a. að því að útbúa viðskiptsamninga sem þurfa bæði að samræmast samkeppnislöggjöfinni og sneiða hjá ólögmætum og samkeppnishamlandi áhrifum í viðskiptum, en hámarka um leið samkeppnisfærni aðila. Að auki sjáum við um skjalagerð í tengslum við samruna fyrirtækja og tökum að okkur hvers kyns samskipti við samkeppnisyfirvöld fyrir viðskiptavini.