ORKU- OG VATNSAFLSRÉTTUR

Stofan býr að mikilli þekkingu og reynslu á sviði vatnsaflsvirkjana og hvers kyns orkuöflunarmannvirkjana. Lögmenn stofunnar hafa starfað náið með helstu virkjunaraðilum landsins. Stofan býr einnig yfir yfirgripsmikilli þekkingu á orkulögjöfinni í heild, hvort sem lýtur að leyfisveitingum fyrir orkuöflun eða byggingu og reksti virkjana eða raforkuflutningsmannvirkja. Við aðstoðum viðskiptavini okkar bæði með því að svara ákveðnum spurningum sem þeir kunna að hafa um tiltekin álitamál, en einnig aðstoðum við þá á breiðari grundvelli, s.s. um framleiðslu, byggingu, leyfisöflun, fjármögnun, skattskil og  almennan rekstur virkjana.