MÁLFLUTNINGUR

Við leggjum mikla áherslu á að lögmenn geti aðstoðað viðskiptavini fyrir dómi. Í dómsmáli er þörf fyrir bein og náin samskipti milli viðskiptavinar og lögmanns. Frá stofnun stofunnar höfum við flutt óteljandi mál af öllum toga fyrir dómi á báðum dómsstigum. Við leggjum sérstaka áherslu á vandaða skjalagerð til dómstóla, enda teljum við slíkt auka trúverðugleika málstaðar viðskiptavina okkar og vera málum tvímælalaust til framdráttar. Lögmenn okkar sækja sér reglulega menntun í málflutningstækni fyrir dómstólum, þannig að málflutningurinn komi sem best að gagni í rekstri dómsmála.