Lögmenn Höfðabakka bjóða laganemum heim

Föstudaginn 20. mars sl. buðu Lögmenn Höfðabakka til sín laganemum á 3. – 5. ári við lagadeild Háskóla Íslands og kynntu starfsemi sína fyrir þeim. Mikill áhugi var meðal laganema og var mæting góð af þeirra hálfu. Síðar um kvöldið héldu laganemarnir til aðalfundar Orators, félags laganema við HÍ, þar sem fram fór stjórnarkjör í félaginu. Lögmenn Höfðabakka þakka vel fyrir góða heimsókn.

Kokteill Orator

Berglind Jónsdóttir (lengst til hægri), skrifstofustjóri Lögmanna Höfðabakka, ásamt laganemum.

Orator kokteill

Þórður Bogason hrl. ásamt laganemum

Orator kokteill

Gunnar Ingi Jóhannsson hrl. með nokkra laganema í heimsókn