LÖGBANNSKRÖFU LANDEIGANDA UM NOTKUN Á AÐKOMUHLIÐI HAFNAÐ

LÖGBANNSKRÖFU LANDEIGANDA UM NOTKUN Á AÐKOMUHLIÐI HAFNAÐ

Úrskurður gekk í nokkuð sérstöku máli í Héraðsdómi Suðurlands, hinn  27. október 2017. Í málinu krafðist eigandi jarðarinnar Fells í Bláskógabyggð þess að  lagt yrði lögbann á notkun aðkomuhliðs eða öryggishliðs á aðkomuvegi að frístundabyggð, sem landeigandinn hafði skipulagt innan jarðar sinnar. Eigendur lóða innan frístundabyggðarinnar, sem landeigandinn hafði selt frá sér, höfðu samþykkt á fundi að setja upp hlið sem opnast aðeins ef hringt er í það úr síma. Landeigandinn taldi uppsetningu hliðsins ólögmæta. Sýslumaður hafnaði kröfu landeigandans í febrúar 2017. Þá synjun bar landeigandinn undir héraðsdóm, sem einnig hafnaði kröfunni og þarf landeigandinn að greiða frístundabyggðinni tæplega 2 milljónir í málskostnað.  Málinu var ekki skotið til Hæstaréttar.

Málið er nokkuð sérstakt, í ljósi þess að um er að ræða deilu landeiganda við eigendur lóða sem landeigandinn hefur selt frá sér innan svæðins sem hann hefur sjálfur skipulagt sem frístundabyggð, en lögum samkvæmt fer stjórn frístundabyggðar með málefni innan slíks svæðis.

Lögmenn Höfðabakka ráku málið fyrir frístundabyggðina.

Úrskurðinn má lesa hér.