Kröfu Hraunavina og fleiri um ráðgefandi álit hafnað.

Kröfu Hraunavina og fleiri um ráðgefandi álit hafnað.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Landverndar, Náttúrverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina um að aflað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort samtökin eigi lögvarða hagsmuni af úrlausn sakarefnis í máli sem þau hafa höfðað á hendur Vegagerðinni vegna lagningar Álftanesvegar. Vegagerðin hefur krafist frávísunar málsins, einkum á þeim grundvelli að samtökin hafi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í skilningi réttarfarslaga. Samtökin kröfðust þess í þinghaldi hinn 20. janúar sl. að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort skýra bæri íslensk piggyslots.com réttarfarslög gagnvart tilteknum tilskipunum Evrópusambandsins þannig að samtökin teldust eiga lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins.

Í máli sömu samtaka gegn Vegagerðinni vegna synjunar Sýslumannsins í Reykjavík á kröfu þeirra um að lagt verði lögbann við vegaframkvæmdum við Álftanesveg, var samskonar kröfu hafnað með dómi Hæstaréttar Íslands hinn 21. nóvember 2013. Þar höfðu samtökin krafist þess að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA dómstólsins á því hvort þau gætu haft lögvarða hagsmuni af úrlausn máls í skilningi laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Í forsendum Hæstaréttar voru ítarlega raktar skuldbindingar Íslands samkvæmt þeim tilskipunum sem samtökin telja að eigi við og Árósasamningnum. Taldi rétturinn að öllu virtu, að ekki væri um slíkan vafa að ræða í málinu varðandi þau efnisatriði sem beiðni samtakanna laut að þannig að nauðsynlegt væri að vísa því til EFTA-dómstólsins og hafnaði kröfu samtakanna. Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 677/2013 er ítarlegur og er að finna hér.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem kveðinn var upp í gær, 4. febrúar, að framangreindur dómur Hæstaréttar hefði fullt fordæmisgildi í málinu enda væru málsatvik sambærileg og lagagrundvöllur einnig. Taldi héraðsdómari því ekki vera uppi slíkan vafa um skýringar á þeim tilskipunum sem um ræðir að nauðsynlegt væri að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í málinu og hafnaði kröfu samtakanna. Úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur er að finna hér. Ekki liggur fyrir hvort samtökin muni skjóta málinu til Hæstaréttar.

Einar Farestveit hdl. flutti málið fyrir Vegagerðina.

Úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. febrúar 2014 má nálgast hér.