Hreinn Loftsson hrl. hverfur til annarra starfa.

HreinnHreinn Loftsson hrl. hefur ákveðið að draga sig úr samstarfi um rekstur Lögmanna Höfðabakka ehf. og mun framvegis sinna sjálfstætt sínum lögmannsstörfum. Hreinn og Lögmenn Höfðabakka munu áfram eiga samstarf um fyrirsvar í nokkrum málum og lögmannsstofan mun áfram sinna lögmannsþjónustu fyrir Birtíng útgáfufélag ehf., en Hreinn er stjórnarformaður og aðaleigandi þess.

Hreinn Loftsson gekk í ársbyrjun 1990 til samstarfs við Vilhjálm Árnason hrl., Eirík Tómasson hrl., Árna Vilhjálmsson hrl. og Ólaf Axelsson hrl. og tók fyrirtækið þá upp nafnið Lögmenn Höfðabakka. Stofan hefur alla tíð verið í fremstu röð lögmannsstofa á Íslandi. Eigendahópur casinoin.us stofunnar hefur tekið nokkrum breytingum í tímans rás, en auk framangreindra hafa verið meðal eigenda um lengri eða skemmri tíma Brynjólfur Kjartansson hrl., Þórður S. Gunnarsson hrl. og Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. Um síðustu aldamót keypti Hreinn aðra eigendur út úr rekstrinum og hóf samstarf með Þórði Bogasyni hrl. en Þórður gerðist meðeigandi að stofunni árið 2006. Í ársbyrjun 2011 bættust Einar Farestveit hdl. og Gunnar Ingi Jóhannsson hrl. í eigendahópinn og Kristín Ólafsdóttir hdl. á árinu 2012.

Um leið og Hreinn kveður Lögmenn Höfðabakka eftir 24 ára starf gengur Kristín Ólafsdóttir hdl. að fullu til samstarfs við aðra eigendur Lögmanna Höfðabakka, þá Einar Farestveit hdl., Gunnar Inga Jóhannsson hrl. og Þórð Bogason hrl.