HÖFUNDA- OG FJÖLMIÐLARÉTTUR

Lögmenn stofunnar veita þjónustu á sviði hugverkaréttar og veita aðstoð við samningagerð m.a. vegna útgáfusamninga um allar tegundir hugverka. Jafnframt sinna lögmenn stofunnar rekstri dómsmála vegna brota á höfundarrétti. Þá hefur stofan sérþekkingu á fjölmiðlarétti.

Höfundaréttur/hugverkaréttur:

Listgreinar eins og bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og myndlist njóta höfundaréttarverndar. Verndin nær einnig yfir ýmis konar iðnaðarframleiðslu og mannvirki. Aðstoð lögmanna er fólgin í hvers kyns hagsmunagæslu vegna höfundaréttar/hugverkaréttar, gerð samninga, ráðgjöf og eftirfylgni fyrir dómstólum.

Fjölmiðlaréttur:

Undanfarin ár hafa lögmenn stofunnar rekið fjölmörg dómsmál þar sem reynt hefur á svokallaðan fjölmiðlarétt. Með fjölmiðlarétti er átt við réttindi og skyldur fjölmiðla, þeirra sem þar starfa og þeirra sem fjölmiðlar fjalla um. Má sem dæmi nefna aðstoð okkar við fjölmiðla um hvernig fjalla eigi um mál innan marka þeirra laga og reglna sem gilda um æruvernd og friðhelgi einkalífs, sem og aðstoð við þá sem telja brotið á þeim réttindum sínum vegna umfjöllunar fjölmiðla. Mál á þessu sviði varða því mjög mörk tjáningarfrelsis. Lögmenn Höfðabakka hafa látið reyna á mál á sviði tjáningarfrelsis og fjölmiðlaréttar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og haft þar sigur fyrir sína umbjóðendur. Skemmst er að minnast tveggja mála sem stofan rak fyrir blaðamenn og unnust þau bæði fyrir dómstólnum.