Hæstiréttur hafnar beiðni föður um afhendingu barna

Hæstiréttur hafnar beiðni föður um afhendingu barna

Hæstiréttur hafnaði 6. júní sl. beiðni föður þriggja barna um að fá þau afhent til Danmerkur. Hæstiréttur  sneri við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem hafði úrskurðað að börnin skyldu afhent föðurnum. Faðirinn beindi kröfunni ranglega að Barnaverndanefnd Reykjavíkur, sem ekki fer með umsjá barnanna. Þar sem börnin eru ekki í umsjá barnaverndaryfirvalda er þeim ómögulegt að verða við kröfu um afhendingu barnanna.