Hæstiréttur hafnar aftur beiðni Hraunavina ofl. um ráðgefandi álit.

Hæstiréttur hafnar aftur beiðni Hraunavina ofl. um ráðgefandi álit.

Hæstiréttur hefur með dómi 26. febrúar 2014 í máli nr. 119/2014 staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. febrúar sl. um að hafna beiðni  Landverndar, Náttúrverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina um að aflað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort samtökin eigi lögvarða hagsmuni af úrlausn sakarefnis í máli sem þau hafa höfðað á hendur Vegagerðinni vegna lagningar Álftanesvegar. Í málinu er krafist viðurkenningar á því að framkvæmdin sé ólögmæt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hafnað beiðni sóknaraðila með vísan til þess að dómur Hæstaréttar frá 21. nóvember 2013 í máli nr. 677/2013 hefði fullt fordæmisgildi í málinu, en þar var hafnað beiðni sömu aðila um öflun ráðgefandi álits EFTA dómstólsins Casinoscapital á því hvort samtökin gætu átt lögvarða hagsmuni af kröfu um lögbann á framkvæmdir við Álftanesveg. Taldi Hæstiréttur að þegar metið væri hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni af því að hafa uppi fyrir dómstólum kröfu, sem lyti að því hvort vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar væru ólögmætar, skipti ekki máli hvort á slíkt reyndi í dómsmáli sem rekið væri eftir almennum reglum laga, nr. 91/1991, um meðferð einkamála eða sérlögum eins og lögum, nr. 31/1990 um, kyrrsetningu, lögbann o.fl. Dóm Hæstaréttar er að finna hér. Aðalmeðferð í lögbannsmálinu verður 3. mars. n.k. og flytur Einar Farestveit hdl. málið fyrir Vegagerðina.