Hæstiréttur fellst á munnlegan málflutning í framsalsmáli

Hæstiréttur fellst á munnlegan málflutning í framsalsmáli

Hæstiréttur Íslands hefur fallist á beiðni íslenskrar konu um munnlegan málflutning um kröfu um framsal hennar til Danmerkur. Konan hefur sl. ár barist fyrir forræði barna sinna og gegn handtökuskipun danskra yfirvalda, sem vilja fá hana framselda til Danmerkur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í lok árs 2013 á að konan skyldi framseld til Danmerkur. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar. Afar fátítt er að slík kærumál séu flutt munnlega fyrir Hæstarétti. Lögmenn Höfðabakka gæta hagsmuna konunnar.