Hæstiréttur fellst á kröfur leigjenda í myglusveppamáli

Hæstiréttur fellst á kröfur leigjenda í myglusveppamáli

Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm fimmtudaginn 23. september 2016 í máli sem varðar bætur til pars sem hafði búið í myglusveppamenguðu húsnæði. Parið tók á leigu íbúð að Ásbrú í september 2011. Þau fluttu úr eigninni nokkrum mánuðum síðar, eftir mikil veikindi fjölskyldunnar. Frá þeim tíma hafa þau staðið í málaferlum við leigusala, eiganda íbúðarinnar á Ásbrú, um endurgreiðslu leigu og um bætur vegna innanstokksmunas sinna. Hæstiréttur féllst á að íbúðin hefði verið óíbúðarhæf frá upphafi leigutíma. Parið fékk endurgreidda leigu að hluta úr hendi leigusala og fékk að auki dæmdan kostnað vegna hreinsunar búslóðar, sem metinn var á um 1.200.000 kr.

Parið vildi meina að búslóðið væri þeim ónýt, vegna mengunarinnar. Í málinu var aflað tveggja matsgerða um það hvort hægt væri að hreinsa búslóð sem hefði verið í myglusveppamenguðu húsnæði. Komist var að þeirri niðurstöðu í báðum matsgerðum að unnt væri að hreinsa flesta innanstokksmuni og því fengu þau dæmdan kostnað vegna hreinsunar.

Dómurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og tekur á mörgum vafaatriðum sem varða réttarstöðu leigjenda í sambærilegum aðstæðum.

Lögmenn Höfðabakka ráku mál parsins fyrir dómstólum.