FRÉTTIR

LÖGBANNSKRÖFU LANDEIGANDA UM NOTKUN Á AÐKOMUHLIÐI HAFNAÐ

Úrskurður gekk í nokkuð sérstöku máli í Héraðsdómi Suðurlands, hinn  27. október 2017. Í málinu krafðist eigandi jarðarinnar Fells í Bláskógabyggð þess að  lagt yrði lögbann á notkun aðkomuhliðs eða öryggishliðs á aðkomuvegi að frístundabyggð, sem landeigandinn hafði skipulagt innan jarðar sinnar. Eigendur lóða innan frístundabyggðarinnar, sem landeigandinn hafði selt frá sér, höfðu samþykkt á fundi að setja upp hlið sem opnast aðeins ef hringt er í það úr síma. Landeigandinn taldi uppsetningu hliðsins ólögmæta....

Lesa meira...

Hæstiréttur fellst á kröfur leigjenda í myglusveppamáli

Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm fimmtudaginn 23. september 2016 í máli sem varðar bætur til pars sem hafði búið í myglusveppamenguðu húsnæði. Parið tók á leigu íbúð að Ásbrú í september 2011. Þau fluttu úr eigninni nokkrum mánuðum síðar, eftir mikil veikindi fjölskyldunnar. Frá þeim tíma hafa þau staðið í málaferlum við leigusala, eiganda íbúðarinnar á Ásbrú, um endurgreiðslu leigu og um bætur vegna innanstokksmunas sinna. Hæstiréttur féllst á að íbúðin hefði verið óíbúðarhæf frá...

Lesa meira...

Enn vinnst mál fyrir MDE sem Lögmenn Höfðabakka reka

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt blaðamanninum Erlu Hlynsdóttur í vil í þriðja skipti  máli gegn íslenska ríkinu. Dómur var kveðinn upp 2. júní 2015. Dómstóllinn telur að dómur Hæstaréttar Íslands í meiðyrðamáli gegn Erlu frá árinu 2010 hafi falið í sér brot á 10. gr. manréttindasáttmála Evrópu. Málið var kært til dómstólsins haustið 2010. Lögmenn Höfðabakka hafa rekið öll þrjú málin fyrir Erlu fyrir mannréttindadómstólnum. Þetta er hins vegar fjórða málið sem Lögmenn Höfðabakka reka fyrir mannréttindadómstól Evrópu sem...

Lesa meira...

Einar Farestveit hdl. flytur prófmál

Einar Farestveit hdl., einn eigenda Lögmanna Höfðabakka, flutti í gær, hinn 6. maí 2015, sitt fyrsta prófmál í Hæstarétti Íslands til öflunar hæstaréttarlögmannsréttinda. Meðal þeirra skilyrða sem héraðsdómslögmaður þarf að uppfylla til að öðlast rétt til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands er að hafa sýnt fram á með prófraun sem felst í munnlegum flutningi fjögurra mála, sem flutt eru í Hæstarétti fyrir fimm eða sjö dómurum, þar af að minnsta kosti tveggja einkamála, að hann sé hæfur til...

Lesa meira...