FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING

Á síðustu árum hefur eftirspurn eftir sérþekkingu á fjárhagslegri endurskipulagingu vaxið mjög á Íslandi. Mikilvægt er að vandað sé til verka þegar kemur að því að endurskipuleggja fjárhag, hvort heldur sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Mikilvægt er við fjárhagslega endurskipulagningu að taka réttar ákvarðanir og gæta vel að áhrifum þeirra fyrirfram. Lögmenn Höfðabakka hafa mikla reynslu á þessu sviði, enda hefur stofan verið starfandi í yfir þrjá áratugi. Við höfum í fjölda mála aðstoðað einstaklinga, eigendur fyrirtækja, kröfuhafa, stjórnir fyrirtækja og stofnana í erfiðum rekstri við fjárhagslega endurskipulagningu. Við aðstoðum viðskiptavini á ýmsan hátt, svo sem við breytingar á skipulagi fyrirtækja, endurfjármögnun skulda og við að finna nýtt fjármagn, við sölu eigna og með margvíslegum öðrum hætti. Við reynum að meta ítarlega áhrif einstakra aðgerða og ráðgjöf okkar miðar að því að ná fram heppilegustu niðurstöðunni með tilliti til hagsmuna og þarfa bæði skuldara og kröfuhafa.