Enn vinnst mál fyrir MDE sem Lögmenn Höfðabakka reka

MDE

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt blaðamanninum Erlu Hlynsdóttur í vil í þriðja skipti  máli gegn íslenska ríkinu. Dómur var kveðinn upp 2. júní 2015. Dómstóllinn telur að dómur Hæstaréttar Íslands í meiðyrðamáli gegn Erlu frá árinu 2010 hafi falið í sér brot á 10. gr. manréttindasáttmála Evrópu. Málið var kært til dómstólsins haustið 2010. Lögmenn Höfðabakka hafa rekið öll þrjú málin fyrir Erlu fyrir mannréttindadómstólnum.

Þetta er hins vegar fjórða málið sem Lögmenn Höfðabakka reka fyrir mannréttindadómstól Evrópu sem varðar tjáningarfrelsi blaðamanna, en eitt málið var hið svonefnda Vikumál, þar sem mannréttindadómstóllinn taldi brotið gegn tjáningarfrelsi Bjarkar Eiðsdóttur blaðamanns. Öllum málunum fjórum lauk með fullnaðarsigri, þar sem talið var að íslenska ríkið hefði brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamannanna með niðurstöðum íslenskra dómstóla í meiðyrðamálum sem höfðuð voru gegn blaðamönnunum á árunum 2007-2009. Í málnunum var ýmist kvartað yfir því að blaðamennirnir hefðu verði gerðir ábyrgir fyrir ummælum viðmælenda sinna eða mörk tjáningarfrelsis blaðamannanna túlkuð of þröngt. Blaðamennirnir höfðu mátt sæta ómerkingu ummæla og því að vera dæmdir til greiðslu skaðabóta.

Enginn íslenskur einstaklingur, utan Erlu Hlynsdóttur, hefur unnið meira en eitt mál fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Afar sjaldgæft er í 60 ára sögu dómstólsins að sami einkstaklingurinn hafi unnið þrjú mál. Um 50.000 ný mál berast dómstólnum hvert ár og lýkur aðeins um 2-3% þeirra með dómi, en öðrum er vísað frá. Lögmenn Höfðabakka eru því mjög ánægðir með að öllum fjórum málunum sem stofan eru rekið síðustu ár fyrir dómstólnum hefur lokið með fullnaðarsigri fyrir skjólstæðinga stofunnar. Það mun enda vera eindæmi.