Einar Farestveit hdl. flytur prófmál

haestiEinar Farestveit hdl., einn eigenda Lögmanna Höfðabakka, flutti í gær, hinn 6. maí 2015, sitt fyrsta prófmál í Hæstarétti Íslands til öflunar hæstaréttarlögmannsréttinda. Meðal þeirra skilyrða sem héraðsdómslögmaður þarf að uppfylla til að öðlast rétt til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands er að hafa sýnt fram á með prófraun sem felst í munnlegum flutningi fjögurra mála, sem flutt eru í Hæstarétti fyrir fimm eða sjö dómurum, þar af að minnsta kosti tveggja einkamála, að hann sé hæfur til að öðlast réttindin, sbr. 4. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Samkvæmt niðurlagsákvæði 2. mgr. sömu lagagreinar skulu dómendur Hæstaréttar sem skipa dóm í viðkomandi máli meta hvort umsækjandi stenst prófraun.

Einar flutti málið fyrir hönd stefnda Landsnets hf. í málinu Geirlaug Þorvaldsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Ólafur Þór Jónsson, Reykjaprent ehf., Sauðafell sf., Sigríður S. Jónsdóttir, Bjarney Guðrún Ólafsdóttir, STV ehf., Skúli Þorvaldsson og Katrín Þorvaldsdóttir gegn Landsneti hf. Í málinu krefjast nokkrir landeigendur á Suðurnesjum þess að ógilt verði ákvörðun matsnefndar eignarnámsbóta um að heimila Landsneti hf. umráðatöku lands þeirra vegna fyrirhugaðrar byggingar Suðurnesjalínu 2. Einar stóðst fyrstu prófraunina með prýði.