Ráðherra heimilar eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2.

Ráðherra heimilar eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að taka eignarnámi tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga vegna framkvæmda við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Reynt var til þrautar að ná samningum við þá landeigendur sem höfnuðu samningum og var því leitað eftir formlegri eignarnámsheimild í febrúar 2013, eins og raforkulög mæla fyrir um. Af hálfu Landsnets hf. liggur næst fyrir að vísa málinu til matsnefndar eignarnámsbóta, en um bætur fer samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms og sker matsnefnd eignarnámsbóta úr ágreiningi um eignarnámsbætur.

 Lögmenn Höfðabakka hafa aðstoðað Landsnet hf. í samningaviðræðum við landeigendur og vegna beiðni fyrirtækisins um heimild til eignarnáms í þeim tilvikum þar sem samningar tókust ekki.