Kröfu Hraunavina og fleiri um ráðgefandi álit hafnað.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Landverndar, Náttúrverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina um að aflað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort samtökin eigi lögvarða hagsmuni af úrlausn sakarefnis í máli sem þau hafa höfðað á hendur Vegagerðinni vegna lagningar Álftanesvegar. Vegagerðin hefur krafist frávísunar málsins, einkum á þeim grundvelli að samtökin hafi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í skilningi réttarfarslaga. Samtökin kröfðust þess í þinghaldi hinn 20. janúar sl. að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins...

Lesa meira...

Hæstiréttur fellst á framsal íslenskrar móður.

Hæstiréttur Íslands hefur fallist á að íslensk kona, móðir þriggja barna sem hún á með dönskum barnsföður sínum, skuli framseld til Danmerkur að kröfu yfirvalda þar í landi. Konan hefur barist fyrir forræði barnanna sl. ár fyrir íslenskum og dönskum dómstólum. Hreinn Loftsson hrl. flutti málið fyrir konuna. Sjá nánar hér.

Lesa meira...

Hæstiréttur fellst á munnlegan málflutning í framsalsmáli

Hæstiréttur Íslands hefur fallist á beiðni íslenskrar konu um munnlegan málflutning um kröfu um framsal hennar til Danmerkur. Konan hefur sl. ár barist fyrir forræði barna sinna og gegn handtökuskipun danskra yfirvalda, sem vilja fá hana framselda til Danmerkur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í lok árs 2013 á að konan skyldi framseld til Danmerkur. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar. Afar fátítt er að slík kærumál séu flutt munnlega fyrir Hæstarétti. Lögmenn Höfðabakka gæta hagsmuna konunnar.

Lesa meira...