Nýr dómur Mannréttindadómstóls Evrópu gegn Íslandi

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað í morgun upp dóm í máli Erlu Hlynsdóttur gegn Íslandi í máli sem kært var til dómstólsins í ágúst 2010. MDE komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi og dæmdi íslenska ríkið til greiða Erlu sem samsvarar 1.200.000,- kr. í bætur, vegna málsins. Málið er tilkomið vegna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í meiðyrðamáli gegn Erlu í febrúar 2010. Í því máli dæmdi Hæstiréttur Íslands...

Lesa meira...

Samstarf Lögmanna Höfðabakka og Íslenskrar ættleiðingar

Lögmenn Höfðabakka og Íslensk ættleiðing hafa gert með sér samstarfssamning sem kveður á um að starfandi lögmenn hjá Lögmönnum Höfðabakka annist ráðgjöf til félagsins til samræmis við lög og reglugerðir um ættleiðingar og veiti jafnframt félagsmönnum þess ráðgjöf og skilgreinda þjónustu vegna margvíslegra mála sem félagsmenn standa frammi þegar sótt er um að ættleiða börn frá þeim erlendu ríkjum sem Íslensk ættleiðing annast milligöngu um. Meðal verkefna Íslenskrar ættleiðingar er að annast meðferð umsókna kjörforeldra...

Lesa meira...

Áhugaverður dómur í eignarrétti

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp áhugaverðan dóm í júní sl., er varðar lögmæti eignarnáms Vegagerðarinnar austur á landi. Landeigandi taldi eignarnám Vegagerðarinnar vegna byggingar brúar í landi hans ólögmætt og krafðist ógildingar þess af ýmsum ástæðum. Dómurinn taldi landeigandann ekki hafa sýnt fram á að ákvörðun Vegagerðarinnar hefði byggst á ólögmætum sjónarmiðum eða að annarleg sjónarmið hefðuráðið för. Þá yrði með hliðsjón af gögnum málsins talið að Vegagerðin hefði af fremsta megni leitast við að ná...

Lesa meira...

Hæstiréttur hafnar beiðni föður um afhendingu barna

Hæstiréttur hafnaði 6. júní sl. beiðni föður þriggja barna um að fá þau afhent til Danmerkur. Hæstiréttur  sneri við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem hafði úrskurðað að börnin skyldu afhent föðurnum. Faðirinn beindi kröfunni ranglega að Barnaverndanefnd Reykjavíkur, sem ekki fer með umsjá barnanna. Þar sem börnin eru ekki í umsjá barnaverndaryfirvalda er þeim ómögulegt að verða við kröfu um afhendingu barnanna.

Lesa meira...