BYGGINGA- OG MANNVIRKJALÖGGJÖF

Við höfum mikla reynslu á öllum sviðum laga og réttar er varðar bygginga- og mannvirkjalöggjöf. Þetta réttarsvið hefur stækkað og orðið flóknara með nýlegum lögum, sem leggja auknar kvaðir á bæði framkvæmda- og eftirlitsaðila.  Okkar sérþekking nær til þess að hafa umsjón með verkefnum á sviði bygginga- og mannvirkjalöggjafar, að aðstoða við leyfisöflun samkvæmt ákvæðum skipulags- og mannvirkjalaga, s.s. framkvæmda- og byggingarleyfi, auk þess sem við aðstoðum aðila sem telja sig eiga kröfu á eftirlitsaðila, t.d. byggingarstjóra eða verktaka vegna galla eða ófrágenginna atriða í tengslum við byggingu mannvirkja. Lögmenn stofunnar leggja sig fram um að fylgjast með réttarþróun á sviði bygginga- og mannvirkjalöggjafar. Að auki höfum við aðstoðað aðila á margan hátt með ýmis konar fasteignaþróunarverkefni.