BANKAR, FJÁRMAGNSMARKAÐIR OG FJÁRMÖGNUN VERKEFNA

Lögmenn Höfðabakka bjóða upp á alhliða þjónustu í tengslum við regluverk um banka og fjármagnsmarkaði.

Lögmenn Höfðabakka bjóða upp á þjónustu við banka, vátryggingarfélög, lífeyrissjóði og lánastofnanir og sjóði um þær sérstöku reglur sem gilda um starfsemi þeirra og um málefni gagnvart eftirlitsaðilum með þeim.

Lögmenn Höfðabakka bjóða upp á ráðgjöf um lánasamninga, fjármögnunarleigusamninga og aðra fjármögnunargerninga, þar á meðal alþjóðlega fjármögnunarsamninga, svo sem staðlaða lánssamninga milli landa, sambankalán og víkjandi lánsfjármögnun. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við gerð lánasamninga og nauðsynlegra skjala í tengslum við lánveitingar. Þjónusta okkar er bæði við lánveitendur og lántaka. Að auki veitum við aðstoð í tengslum við ýmis konar aðra fjármálagerninga.

Lögmenn Höfðabakka bjóða upp á sérfræðiráðgjöf um álitaefni í sambandi við reglur um fjármálastarfsemi og skattaleg áhrif sem kunna að rísa í tengslum við fjármálagerninga, gjaldeyrishöft o.fl.

Lögmenn Höfðabakka bjóða einnig upp á ráðgjöf í tengslum við fjármögnun við samruna, yfirtökur og kaup á fyrirtækjum, til dæmis um það hvaða fjármögnun hentar einstökum verkefnum. Við ráðleggjum viðskiptavinum hvort heppilegast sé að fjármagna verkefni með víkjandi lánum, skuldabréfum, hvort heldur sem er með breytirétti eða ekki, hlutafé o.s.frv., hvort heldur sem er varðandi ný lán eða í tengslum við endurfjármögnun. Að auki veitum við ráðgjöf í tengslum við fjármögnun á fasteignum og fasteignaverkefnum.

Lögmenn Höfðabakka veita ráðgjöf um lánstryggingar og ýmsa skilmála í tengslum við lánveitingar, svo sem rekstrarveð, vörubirgðaveð, veðsetningarbann lántaka og fleira.

Lögmenn hjá Lögmönnum Höfðabakka hafa starfsreynslu úr bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum, auk þess að hafa reynslu af þátttöku í atvinnulífinu og stjórnarsetu, bæði í fjármálafyrirtækjum og öðrum rekstri, sem hefur gefið okkur góða innsýn inn í atvinnulífið og þarfir þess. Við byggjum þjónustu okkar m.a. á þessari reynslu og þekkingu.