Lögmenn Höfðabakka

Author Archives: Lögmenn Höfðabakka

Hæstiréttur fellst á munnlegan málflutning í framsalsmáli

Hæstiréttur Íslands hefur fallist á beiðni íslenskrar konu um munnlegan málflutning um kröfu um framsal hennar til Danmerkur. Konan hefur sl. ár barist fyrir forræði barna sinna og gegn handtökuskipun danskra yfirvalda, sem vilja fá hana framselda til Danmerkur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í lok árs 2013 á að konan skyldi framseld til Danmerkur. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar. Afar fátítt er að slík kærumál séu flutt munnlega fyrir Hæstarétti. Lögmenn Höfðabakka gæta hagsmuna konunnar.

Lesa meira...

Um tvískinnung íslenskra barnaverndaryfirvalda

Í upphafsákvæði barnaverndarlaga nr. 80/2002 kemur fram það meginsjónarmið, sem lögin eru reist á, að barn eigi rétt á sérstakri vernd og umönnun. Þessi grundvallarsjónarmið koma fram í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Börn skuli njóta réttinda í samræmi við aldur; hagur þeirra og þarfir skulu ávallt vera í fyrirrúmi. Foreldri, sem leitar ásjár yfirvalda og biður um vernd fyrir börn sín vegna yfirvofandi hættu, er ekki einungis að biðja um hjálp heldur felst jafnframt í beiðninni...

Lesa meira...