Lögmenn Höfðabakka

Author Archives: Lögmenn Höfðabakka

Hæstiréttur hafnar aftur beiðni Hraunavina ofl. um ráðgefandi álit.

Hæstiréttur hefur með dómi 26. febrúar 2014 í máli nr. 119/2014 staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. febrúar sl. um að hafna beiðni  Landverndar, Náttúrverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina um að aflað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort samtökin eigi lögvarða hagsmuni af úrlausn sakarefnis í máli sem þau hafa höfðað á hendur Vegagerðinni vegna lagningar Álftanesvegar. Í málinu er krafist viðurkenningar á því að framkvæmdin sé ólögmæt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hafnað beiðni sóknaraðila...

Lesa meira...

Ákærðu sýknaðir í Vafningsmálinu

Hæstiréttur hefur sýknað báða ákærðu í svonefndu Vafningsmáli. Rétturinn taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna að lánveiting Glitnis banka til félagsins Milestone ehf., hinn 8. febrúar 2008, hefði falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir bankann, eins og ákæruvaldið hélt fram. Því væri ósannað að ákærðu hefðu gerst brotlegir við 249. gr. almennra hegningarlaga, eins og þeim youtubemp3now.com var gefið að sök. Þórður Bogason hrl. flutti málið fyrir annan hinna ákærðu. Að mati Þórðar...

Lesa meira...

Kröfu Hraunavina og fleiri um ráðgefandi álit hafnað.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Landverndar, Náttúrverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina um að aflað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort samtökin eigi lögvarða hagsmuni af úrlausn sakarefnis í máli sem þau hafa höfðað á hendur Vegagerðinni vegna lagningar Álftanesvegar. Vegagerðin hefur krafist frávísunar málsins, einkum á þeim grundvelli að samtökin hafi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í skilningi réttarfarslaga. Samtökin kröfðust þess í þinghaldi hinn 20. janúar sl. að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins...

Lesa meira...

Hæstiréttur fellst á framsal íslenskrar móður.

Hæstiréttur Íslands hefur fallist á að íslensk kona, móðir þriggja barna sem hún á með dönskum barnsföður sínum, skuli framseld til Danmerkur að kröfu yfirvalda þar í landi. Konan hefur barist fyrir forræði barnanna sl. ár fyrir íslenskum og dönskum dómstólum. Hreinn Loftsson hrl. flutti málið fyrir konuna. Sjá nánar hér.

Lesa meira...