Lögmenn Höfðabakka

Author Archives: Lögmenn Höfðabakka

Áhugaverður dómur í eignarrétti

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp áhugaverðan dóm í júní sl., er varðar lögmæti eignarnáms Vegagerðarinnar austur á landi. Landeigandi taldi eignarnám Vegagerðarinnar vegna byggingar brúar í landi hans ólögmætt og krafðist ógildingar þess af ýmsum ástæðum. Dómurinn taldi landeigandann ekki hafa sýnt fram á að ákvörðun Vegagerðarinnar hefði byggst á ólögmætum sjónarmiðum eða að annarleg sjónarmið hefðuráðið för. Þá yrði með hliðsjón af gögnum málsins talið að Vegagerðin hefði af fremsta megni leitast við að ná...

Lesa meira...

Hæstiréttur hafnar beiðni föður um afhendingu barna

Hæstiréttur hafnaði 6. júní sl. beiðni föður þriggja barna um að fá þau afhent til Danmerkur. Hæstiréttur  sneri við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem hafði úrskurðað að börnin skyldu afhent föðurnum. Faðirinn beindi kröfunni ranglega að Barnaverndanefnd Reykjavíkur, sem ekki fer með umsjá barnanna. Þar sem börnin eru ekki í umsjá barnaverndaryfirvalda er þeim ómögulegt að verða við kröfu um afhendingu barnanna.

Lesa meira...

Hreinn Loftsson hrl. hverfur til annarra starfa.

Hreinn Loftsson hrl. hefur ákveðið að draga sig úr samstarfi um rekstur Lögmanna Höfðabakka ehf. og mun framvegis sinna sjálfstætt sínum lögmannsstörfum. Hreinn og Lögmenn Höfðabakka munu áfram eiga samstarf um fyrirsvar í nokkrum málum og lögmannsstofan mun áfram sinna lögmannsþjónustu fyrir Birtíng útgáfufélag ehf., en Hreinn er stjórnarformaður og aðaleigandi þess. Hreinn Loftsson gekk í ársbyrjun 1990 til samstarfs við Vilhjálm Árnason hrl., Eirík Tómasson hrl., Árna Vilhjálmsson hrl. og Ólaf Axelsson hrl. og...

Lesa meira...

Ráðherra heimilar eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að taka eignarnámi tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga vegna framkvæmda við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Reynt var til þrautar að ná samningum við þá landeigendur sem höfnuðu samningum og var því leitað eftir formlegri eignarnámsheimild í febrúar 2013, eins og raforkulög mæla fyrir um. Af hálfu Landsnets hf. liggur næst fyrir að vísa málinu til matsnefndar eignarnámsbóta, en um bætur fer samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms...

Lesa meira...