Ákærðu sýknaðir í Vafningsmálinu

Þórður Bogason hrl.

Þórður Bogason hrl.

Hæstiréttur hefur sýknað báða ákærðu í svonefndu Vafningsmáli. Rétturinn taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna að lánveiting Glitnis banka til félagsins Milestone ehf., hinn 8. febrúar 2008, hefði falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir bankann, eins og ákæruvaldið hélt fram. Því væri ósannað að ákærðu hefðu gerst brotlegir við 249. gr. almennra hegningarlaga, eins og þeim youtubemp3now.com var gefið að sök. Þórður Bogason hrl. flutti málið fyrir annan hinna ákærðu. Að mati Þórðar er niðurstaða Hæstaréttiar í samræmi við þau rök sem ávallt hafi verið haldið fram í málinu af hálfu ákærðu. Þórður segir gagnrýnisvert með hvaða hætti rannsókn málsins var hagað af hálfu ákæruvaldsins og bendir á að skilyrði fyrir sakfellingu á grundveli 249. gr. almennra hegningarlaga sé það að fjártjónshætta sé sönnuð. Eins og Hæstiréttur kemst að niðurstöðu um sýndi ákæruvaldið aldrei fram á fjártjónshættu vegna lánveitingarinnar. Segir Þórður að Hæstiréttur hafi með dómi sínum enn einu sinni staðið vörð um réttarríkið.