Áhugaverður dómur í eignarrétti

Áhugaverður dómur í eignarrétti

Aðstæður á brúarstað

Aðstæður á brúarstað

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp áhugaverðan dóm í júní sl., er varðar lögmæti eignarnáms Vegagerðarinnar austur á landi. Landeigandi taldi eignarnám Vegagerðarinnar vegna byggingar brúar í landi hans ólögmætt og krafðist ógildingar þess af ýmsum ástæðum. Dómurinn taldi landeigandann ekki hafa sýnt fram á að ákvörðun Vegagerðarinnar hefði byggst á ólögmætum sjónarmiðum eða að annarleg sjónarmið hefðuráðið för. Þá yrði með hliðsjón af gögnum málsins talið að Vegagerðin hefði af fremsta megni leitast við að ná samningum við landeigandann í samræmi við fyrirmæli 38. gr. vegalaga secured.onlinegambling2014.com og þá hefði ekki verið tekin eignarnámi umfangsmeiri réttindi en nauðsynlegt var. Því hafi meðalhófs verið gætt. Þá hefði ekki verið sýnt fram á það af landeigandans að málsmeðferð Vegagerðarinnar hefði ekki verið í fullu samræmi við málsmeðferðarreglur vegalaga og ákvæði stjórnsýslulaga. Á öllum stigum málsins hafi landeigandanum verið gefinn kostur á að koma að athugsemdum og andmælum. Því yrði ekki fallist á að ákvörðun Vegagerðarinnar hefði byggst á ólögmætum sjónarmiðum.

Einar Farestveit hdl. flutti málið f.h. Vegagerðarinnar