3999_2

Lögmenn Höfðabakka bjóða upp á alhliða lögfræðilega þjónustu. Grundvallarstefna stofunnar er að veita ávallt gæðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á hraða, árangursríka afgreiðslu og sérhæfingu til að fullnægja sívaxandi kröfum. Meðal viðskiptavina stofunnar eru einstaklingar, fyrirtæki á fjármálamarkaði, hið opinbera og stofnanir þess, auk margra af öflugustu einkafyrirtækjum landsins. Að auki gætir stofan hagsmuna hér á landi fyrir mörg heimsþekkt fyrirtæki. Fyrirtækið er í samstarfi við margar öflugar og þekktar lögfræðistofur í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.

hbakki

Rekstur lögmannsstofunnar Lögmenn Höfðabakka hófst í ársbyrjun 1983, þegar nokkrir reynslumiklir lögmenn hófu rekstur lögmannsstofu í húsnæðinu að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Stofan hefur síðan þá verið í fremstu röð lögmannsstofa á Íslandi. Eigendahópur stofunnar hefur tekið nokkrum breytingum frá því hún var stofnuð. Í kjölfar breytinga um síðustu aldamót hófu Hreinn Loftsson hrl. og Þórður Bogason hrl. samstarf um rekstur lögmannsstofunnar í húsnæðinu. Árið 2014 voru eigendur stofunnar orðnir fimm talsins. Hreinn Loftsson dró sig síðan út úr rekstrinum fyrri hluta árs 2014. Í dag eru eigendurnir fjórir og að auki starfa nokkrir á stofunni.