Merkilegur dómur í myglusveppamáli

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm, hinn 12. október sl., þar sem fallist var á kröfu fólks sem leigt hafði íbúð á gamla varnarsvæðinu að Ásbrú um endugreiðslu leigu og þrif á búslóð þeirra vegna myglusvepps, sem var til staðar í húsnæðinu. Sannað þótti að myglusveppur hafi verið til staðar í húsnæðinu við upphaf leigutíma og að íbúðin hafi verið óíbúðarhæf. Var leigusalanum því gert að endurgreiða leigu fyrir um 8 mánaða tímabil, auk þess sem...

Lesa meira...

Enn vinnst mál fyrir MDE sem Lögmenn Höfðabakka reka

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt blaðamanninum Erlu Hlynsdóttur í vil í þriðja skipti  máli gegn íslenska ríkinu. Dómur var kveðinn upp 2. júní 2015. Dómstóllinn telur að dómur Hæstaréttar Íslands í meiðyrðamáli gegn Erlu frá árinu 2010 hafi falið í sér brot á 10. gr. manréttindasáttmála Evrópu. Málið var kært til dómstólsins haustið 2010. Lögmenn Höfðabakka hafa rekið öll þrjú málin fyrir Erlu fyrir mannréttindadómstólnum. Þetta er hins vegar fjórða málið sem Lögmenn Höfðabakka reka fyrir mannréttindadómstól Evrópu sem...

Lesa meira...

Einar Farestveit hdl. flytur prófmál

Einar Farestveit hdl., einn eigenda Lögmanna Höfðabakka, flutti í gær, hinn 6. maí 2015, sitt fyrsta prófmál í Hæstarétti Íslands til öflunar hæstaréttarlögmannsréttinda. Meðal þeirra skilyrða sem héraðsdómslögmaður þarf að uppfylla til að öðlast rétt til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands er að hafa sýnt fram á með prófraun sem felst í munnlegum flutningi fjögurra mála, sem flutt eru í Hæstarétti fyrir fimm eða sjö dómurum, þar af að minnsta kosti tveggja einkamála, að hann sé hæfur til...

Lesa meira...

Lögmenn Höfðabakka bjóða laganemum heim

Föstudaginn 20. mars sl. buðu Lögmenn Höfðabakka til sín laganemum á 3. – 5. ári við lagadeild Háskóla Íslands og kynntu starfsemi sína fyrir þeim. Mikill áhugi var meðal laganema og var mæting góð af þeirra hálfu. Síðar um kvöldið héldu laganemarnir til aðalfundar Orators, félags laganema við HÍ, þar sem fram fór stjórnarkjör í félaginu. Lögmenn Höfðabakka þakka vel fyrir góða heimsókn.

Lesa meira...